Orkusteinar geta hjálpað okkur mikið í daglegu lífi.
Þeir geta róað okkur, byggt upp tilfinningar, gleði og kærleik.
Að velja steina
- Mikilvægt að gefa sér góðan tíma og nota tilfinninguna
- Skoða vel og finna hvað kemur til þín
- Handfjatla steinana
Hreinsun steina
- Steinana þarf að hreinsa reglulega, þó eru sumir steinar sjálfhreinsandi
- Geymið steinana ykkar í náttúrulegu efni s.s. bómull, silki og/eða tré þegar ekki er verið að vinna með þá
Umgengni
- Steinana þarf að hreinsa reglulega, þó eru sumir steinar sjálfhreinsandi
- Geymið steinana ykkar í náttúrulegu efni s.s. bómull, silki og/eða tré þegar ekki er verið að vinna með þá.
Hvernig notum við steina
- Gott er að hafa ákveðna steina á náttborðinu, eins og ametyst sem gefur góðan svefn og vinnur á martröðum.
- Sumir steinar vinna best ef þeir eru við húðina og þá er best að líma þá á sig, til dæmis er gott að setja jaspis á sólarpexus (magastöðina) í stressandi aðstæðum. Athugið að best er að nota pappírsplástur.
- Aðra steina er gott að hafa við tölvuna og í vinnunni eins og amazonít og svartan túrmalín sem vernda okkur fyrir rafbylgjum.
- Ákveðna steina er gott að hafa hvar sem er á heimilinu, eins og rósakvarts sem er sannkallaður kærleikssteinn, mýkir hjartað, fyrirgefur og hleypir ást inn í líf okkar.