Að lesa úr spilum

Markmið námskeiðsins er að koma fólki yfir þröskuldinn svo það geti farið að þreifa sig áfram í spilalögnum og spádómum. Þetta námskeið er bæði fyrir byrjendur, og eins fyrir þá sem eru byrjaðir að skoða og nota spilin sín og búnir að fá tilfinningu fyrir þeim.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa spil fyrir fyrsta tímann, því ég kynni spil sem gott er að nota og leiðbeini um hvar hægt er að kaupa þau. Eins er ég með spil sem nemendur geta notað í fyrsta tímanum. Ef þátttakendur vita hvaða spil þeir vilja nota eða eiga spil er um að gera að koma með þau.

Ég byrja á að fara yfir hvernig ég vinn og kynni ýmis spil og annað sem gott er að hafa í huga áður en byrjað er. Við skoðum spilin og fáum í fyrsta tímann til okkar opna og reynda manneskju sem við lesum saman fyrir og skoðum og prófum mismunandi lagnir. Síðan lesa þátttakendur hvor fyrir annan með leiðsögn.

Ég legg áherslu á góða samvinnu og að hafa námskeiðið jákvætt.

Ég er búin að lengja námskeiðið svo þátttakendur nái meiri færni og tengingu við spilin. Við munum vinna meira í hópum svo kennslan verði markvissari og fólk geti fengið meira út úr námskeiðinu.

 

Helgarnámskeið

Fyrri daginn fer ég yfir hvernig ég vinn og kynni ýmis spil, steina og annað sem gott er að hafa í huga áður en byrjað er. Svo skoðum við saman opna og reynda manneskju, þar sem þátttakendur nota sín eigin spil. Við lesum saman í gegnum spilalagnir, og síðari hluta dagsins lesa þátttakendur hvor fyrir annan.

Seinni daginn verður tekið fyrir ákveðið málefni og það skoðað vel. Ég kynni mismunandi spilalagnir og aðstoða þátttakendur við að finna út hvaða spilalagnir og spil henta hverjum og einum. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram með mismunandi spil og lagnir, þar sem mörgum hentar vel að nota fleiri en ein spil, einnig hafa margir náð mun betri árangri með því að breyta um spilalagnir.

Ég legg áherslu á að hafa námskeiðið jákvætt og að horfa á það góða.

Helgarnámskeið henta vel úti á landi.

Ef þátttakendur hafa áhuga á að læra meira býð ég upp á framhaldsnámskeið.

 

Framhaldsnámskeið

Markmið framhaldsnámskeiðsins er að fólk geti farið að þjálfa sig skipulega í spádómum. Á hverju námskeiði er tekið fyrir ákveðið málefni og það skoðað vel, svo sem persóna, hæfileikar, vinna og nám.

Inn á námskeiðið kemur fólk sem nemendur æfa sig á, en við leitumst við að fá fólk sem er opið og jákvætt og fellur vel að þema hvers dags. Þátttakendur hitta því mismunandi fólk á misjöfnum aldri, allt eftir því hvað verið er að skoða í hvert skipti, enda eru viðskiptavinir mínir alls ekki einsleitur hópur!

Ég kynni mismunandi spilalagnir og aðstoða þátttakendur við að finna út hvaða spilalagnir og spil henta hverjum og einum. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram með mismunandi spil og lagnir, þar sem mörgum hentar vel að nota fleiri en ein spil, einnig hafa margir náð mun betri árangri með því að breyta um spilalagnir.

Námskeiðið er fjögur skipti, tveir laugardagar og tvö kvöld.

Í lok laugardaganna fjalla ég um ýmis málefni eins og drauma, steina, englaspil og rúnir, en einnig geta þátttakendur óskað eftir að fjalla um ákveðin málefni og við skoðum þau í sameiningu.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 10 manns.